Þetta heimili fær 10 stig af 10 mögulegum í einkunn hjá mér bara svo það sé komið á hreint en þrátt fyrir að vera ekki nema 68 fermetrar er íbúðin svo snilldarlega skipulögð að hver fermeter nýtist vel. Það er þó helst svefnherbergið sem er mesta snilldin en þetta eina rými þjónar þeim tilgangi fyrir utan það að vera svefnherbergi hjónanna að vera barnaherbergi tveggja barna þeirra ásamt vinnuaðstöðu og það verður að teljast ansi gott! Herberginu hefur verið skipt upp með sniðugum millivegg með skápaplássi að neðan en að ofan er gler sem hleypir dagsbirtunni vel í gegn. Oftast enda ég á svefnherbergjum í innlitum en núna ætla ég að byrja á því enda líklega best skipulagða svefnherbergi í heimi…
Image may be NSFW.
Clik here to view. Image may be NSFW.
Clik here to view.
Þegar að vinnuaðstaðan er svona einföld er ekkert því til fyrirstöðu að hafa hana í svefnherberginu.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Kojur barnanna eru einnig vel skipulagðar með góðu geymsluplássi að neðan.
Image may be NSFW.
Clik here to view. Image may be NSFW.
Clik here to view.Image may be NSFW.
Clik here to view.
Það er líklega aðeins meira á þessum fataslám þegar það er ekki verið að ljósmynda íbúðina, en hér býr einmitt einn aðalstílisti sænsku fasteignasölunnar Stadshem, hún Johanna Bagger.
Image may be NSFW.
Clik here to view.Image may be NSFW.
Clik here to view.
Stofan er glæsileg og þessi sófi er sérstaklega smart, mér sýnist þetta vera Söderhamn frá Ikea.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Þessar síðu gardínur eru akkúrat það sem stofan mín þarfnast.
Image may be NSFW.
Clik here to view. Image may be NSFW.
Clik here to view.Image may be NSFW.
Clik here to view.
Svo er það eldhúsið sem er algjört æði, Mirror ball ljósið eftir Tom Dixon og allir smáhlutirnir sem skreyta rýmið gera það að algjöru augnakonfekti.
Image may be NSFW.
Clik here to view.Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Vel nýttur veggur undir bækur og punt.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Smekkkonur eins og hún Johanna Bagger eru að sjálfsögðu líka með smart inni í skápum.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Í andyrrinu má m.a. finna vegghilluna sem Inga Sempé hannaði fyrir Wrong for HAY.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Myndir via Stadshem
Og eigum við svo að ræða smáhlutina sem skreyta baðherbergið? Hér býr augljóslega sannur fagurkeri!
Þetta heimili er algjörlega æðislegt, fullt af frábærum hugmyndum sem hægt er að nýta sér ásamt því að vera hreint og beint augnakonfekt. Þið megið endilega smella á like hnappinn ef þið fílið þetta heimili:) Eigið annars alveg frábæran föstudag!