Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

MEÐ DASS AF RÓMANTÍK & SVEITASJARMA

$
0
0

Það er eitthvað við þessa íbúð sem heillaði mig svo upp úr skónum að ég hreinlega varð að deila henni með ykkur. Stíllinn er ekki beint sá sem ég er vön því að skrifa um, dálítill sveitasjarmi en afskaplega fallegur. Þetta er svona heimili þar sem er líklega alltaf opið út í garð og gestir fá að koma inn á skónum, afslöppuð stemming eða ég get a.m.k. ímyndað mér það. Ég get horft aftur og aftur á þessar myndir og grandskoða hvern hlut í rýminu og er alltaf að finna eitthvað nýtt. Íbúðin er til sölu hjá Entrance Makleri, ekki það að nokkur okkar sé í íbúðarhugleiðingum í Svíþjóð en þó þykir mér mikilvægt að láta það fylgja með, því það þýðir að sjálfsögðu að íbúðin sé nokkuð mikið stíliseruð en þó læt ég mig dreyma um að svona búi einhver fjölskylda.

annacate-entrance-husligheter-1-640x481 annacate-entrance-husligheter-2 annacate-entrance-husligheter-3 annacate-entrance-husligheter-4 annacate-entrance-husligheter-5 annacate-entrance-husligheter-6 annacate-entrance-husligheter-7 annacate-entrance-husligheter-8 annacate-entrance-husligheter-10 annacate-entrance-husligheter-12 annacate-entrance-husligheter-13 annacate-entrance-husligheter-14 annacate-entrance-husligheter-16 annacate-entrance-husligheter-17 annacate-entrance-husligheter-19 annacate-entrance-husligheter-22

Ég hef verið óvenju hljóðlát hér á blogginu nýverið en það mætti segja að við fjölskyldan höfum verið að klára mesta veikindatímabil sem ég hef kynnst. Núna virðast þó allir vera komnir með heilsuna aftur, sonurinn fékk rör í eyrun í dag og vonandi sé ég fram á færri veikindadaga hjá honum á næstunni. *Krossa fingur og tær*.

Ég eyddi síðustu helgi á hönnunarsýningunni Ambiente í Frankfurt og er með heilmikið efni þaðan sem ég ætla að deila með ykkur:) Þangað til næst x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188