Það er varla annað hægt en að gleðjast smá yfir þessu litríka og skemmtilega innréttaða heimili. Bjartir pastellitir fá að njóta sín og klassíska hönnun má finna í hverju horni, hér má sjá Snoopie lampann frá Flos í grænu, Flowerpot mini lampa í fjólubláu ásamt Panton stólum í bleikum og grænum litum svo fátt eitt sé nefnt. Heimilisstíllinn er ekki allra ef svo má segja, en við getum verið sammála um að útlitið er hressandi!
The post LITRÍKT SÆNSKT PASTELHEIMILI appeared first on Trendnet.