Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

SJÚKLEGA FALLEGT & HLÝLEGT HEIMILI

$
0
0

Það er varla annað hægt en að falla fyrir þessu heimili enda einstaklega fallegt með sínum skandinavíska sveitasjarma sem klikkar seint. Þarna fer saman á ómótstæðilegan hátt nýtt og gamalt þó svo að það gamla sé í meirihluta. Ég myndi kannski ekki sjálf búa þarna þar sem þetta er ekki beint minn eiginn stíll en það þýðir ekki að mér þykir þetta alveg hreint gullfallegt heimili og er baðherbergið í miklu uppáhaldi, ómæ hvað þessi gamli skápur gerir mikið fyrir lúkkið. Ef að ég ætti hús í sveitinni þá fengi það að líta svona út…

Cosy-and-relaxed-Scandinavian-living-room-with-mix-of-textures-and-natural-materialsStill-life-styling-Lotta-Agaton-photo-Kristofer-Johnssonkitchen-with-big-old-wooden-table-and-raw-wooden-stools

 Látlaust eldhús en afskaplega fallegt.

Mix-of-old-and-new-in-a-Scandinavian-homeView-to-bedroom-earthy-muted-green-wallBedside-stylingworkspace-still-life.-IKEA-Ilse-Crawford-deskCozy-Scandinavian-bedroom-linen-bedding-and-linen-curtains

Þetta svefnherbergi er draumur, rúmið, ljósin, Ton stóllinn og gardínurnar mmwaahh.

bathroom-with-black-textured-floor-tiles-old-vintage-cabinet-big-green-plant

Og eigum við að ræða baðherbergið eitthvað, skápurinn, ljósin, vaskurinn og svo spegilinn – alveg fullkomið.

bathroom-with-black-textured-tiles.-raw-wooden-stool.Simple-entry-with-long-wooden-bench

//stílisti Lotta Agaton og ljósmyndari Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine //

Ég er mjög skotin í þessu heimili eins og fram hefur komið, hlutlaus litapallettan gefur heimilinu svo mikla ró og mögulega er það ástæðan að ég tengi það smá við sveitina en þar upplifi ég alltaf sem mesta ró. Það má endalaust rökræða um *of litlaust eða ekki* en það fer ekki á milli mála að hlutlausir litir eru að minnsta kosti mjög heitt innanhússtrend í dag. Ég á hálfpartinn í vandræðum með að finna innlit með litum þessa dagana:)

-Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188