Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

HEIMILI SEM GAMAN ER AÐ GRAMSA Á

Ég veit ekki með ykkur en ég elska að gramsa… og ég er mjög forvitin að eðlisfari. Þessvegna elska ég heimili sem eru stútfull af hlutum til að skoða og spá í og þetta hér að neðan er einmitt þannig. Eins mikið af stílhreinum og minimalískum heimilum ég birti hér á blogginu þá hentar sá stíll ekki beint mér sjálfri, enda er ég of mikill safnari til þess og vil helst hafa alla hluti uppivið. Ég get alveg sokkið mér inn í þessar myndir og skoða þær aftur og aftur og finnst þetta heimili algjörlega æðislegt!

Image may be NSFW.
Clik here to view.
bjurfors_malmo1
Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9d

Akkúrat þessi mynd hún hittir mig beint í hjartastað – þarna langar mig að vera og fá að gramsa smá haha

Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm2

Sjáið hvað það stækkar rýmið að hengja spegilinn fyrir ofan sófann

Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm7

Fallegur litur á veggnum, ég veit að Nordsjö hefur verið í samstarfi við helstu bloggarana í Skandinavíu og stílista og þori ég að veðja að Árný vinkona mín hjá Sérefni þekki þennan lit! Ég ætla að giska á litinn Deep Paris.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9
Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9a-copy

Image may be NSFW.
Clik here to view.
348886-27_348886-17-jpg-792929992-rszww1170-80
Image may be NSFW.
Clik here to view.
348886-34_348886-46-jpg-784777752-rszww1170-80
Image may be NSFW.
Clik here to view.
348886-18-jpg-553360712-rszww1170-80
Image may be NSFW.
Clik here to view.
348886-52_348886-47-jpg-756531016-rszww1170-80
Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9b

Fallegt barnaherbergið í dálítið rómantískum stíl
Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9e

Svona má svefnherbergið mitt líta út ♡

Image may be NSFW.
Clik here to view.
bm9f

Sjá fleiri myndir hjá Bjurfors

Þetta heimili er algjör gullmoli – og ætla ég að vista nokkrar myndir á Pinterest til að geta leitað í innblástur seinna.

Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég hef komið inn á svona falleg “grams” heimili og ég get eytt þar tímunum saman að skoða fallega hluti. Eitt uppáhalds “grams” heimilið mitt heimsótti ég eitt sinn þegar ég var að kaupa eitthvað notað af netinu og ég heillaðist alveg upp úr skónum. Það heimili endaði svo á forsíðu H&H enda varð ég að fá að komast aftur þangað í heimsókn og þá var gott að hafa þá afsökun að starfa sem blaðamaður haha.

Er ég nokkuð ein svona klikkuð?

Image may be NSFW.
Clik here to view.
svartahvitu-snapp2-1


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188