Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

SJARMERANDI HEIMILI MEÐ BLÁUM TÓNUM

$
0
0

Þetta fallega heimili vakti athygli mína á netvafri kvöldsins. Litirnir eru sérstaklega fallegir, dökkmálað svefnherbergið og bláir tónar sem teygja anga sína um allt heimilið, bláar eldhúsinnréttingar, bláir púðar í stofunni og bláir skápar í forstofu. Heimilið er hlýlegt með úrvali af listaverkum og ljósmyndum á veggjum ásamt fallegum smáatriðum. Það er ekki erfitt að finna innblástur frá þessum myndum og ætla ég að vista nokkrar þeirra á Pinterest til að geta flett þeim upp síðar, svefnherberginu vil ég ekki gleyma enda algjör draumur. 

Myndir via Historiska Hem


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188