Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

ELEGANT HEIMILI & GRÁIR TÓNAR

$
0
0

Ég rakst á þetta fallega og elegant heimili á netvafri mínu í gær eftir að Bjartur sofnaði og heillaðist alveg. Borðstofan er sérstaklega falleg með einstökum og sjaldséðum T-stólum Arne Jacobsen og grámálaðan glerskáp sem tónar vel við grængráa vegginn. Þetta haustveður okkur fær að hafa smá áhrif á heimilin sem ég skoða, er ég nokkuð ein um það að langa til þess að skríða undir teppi og kveikja á kerti á kvöldin?

Myndir via Hitta hem / Ljósmyndari: Sara Medina Lind / Hönnun og stílisering: Marie Ramse

Ég er dálítið skotin í þessum heimilum þar sem allir veggir eru málaðir, það verður eitthvað svo hlýlegt þó svo að þessi hugmynd henti okkur í leiguíbúðunum ansi illa haha.

Eigið annars alveg glimrandi sunnudag!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188