Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all 188 articles
Browse latest View live

SMART HEIMA HJÁ THERESE SENNERHOLT

$
0
0

Therese Sennerholt er ein smekkleg kona svo lítið sé sagt – hún er grafískur hönnuður og starfar sem listrænn stjórnandi fyrir merki eins og H&M. Ég versla yfirleitt öll tímarit þar sem nafnið hennar kemur fram og hef fylgst með henni frá upphafi þar sem hún sló í gegn með svart-hvítum grafískum plakötum sem skreyttu mörg skandinavísk heimili á sínum tíma. Ég tók viðtal við hana fyrir nokkrum árum síðan fyrir tímarit sem ég skrifaði þá fyrir ásamt því að birta innlit á heimilið hennar fyrir 6 árum síðan hér á blogginu – sjá hér –. Það er skemmtilegt að sjá að heimilið er enn það sama, en stíllinn hefur vissulega þróast.

Héðan er svo sannarlega hægt að fá innblástur.

Stílisering: Lotta Agaton Interiors
Myndir: Erik Lefvander /Residence

Innlitið birtist upphaflega hjá sænska tímaritinu My Residence sem skreytir ennþá sófaborðið mitt enda algjör draumur að fletta.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post SMART HEIMA HJÁ THERESE SENNERHOLT appeared first on Trendnet.


SMEKKLEGA INNRÉTTUÐ LÍTIL ÍBÚÐ MEÐ FLOTTUM MYNDAVEGG

$
0
0

Smekklega innréttuð lítil íbúð sem veitir innblástur inní helgina. Myndaveggurinn er sérstaklega vel heppnaður og sjáið líka hvað það kemur vel út að hengja upp tvær myndir við sjónvarpið sem tekur um leið athygli frá því. Litirnir eru lágstemmdir en ljósblátt og bjart svefnherbergið stendur upp úr.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Bjurfors.se 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post SMEKKLEGA INNRÉTTUÐ LÍTIL ÍBÚÐ MEÐ FLOTTUM MYNDAVEGG appeared first on Trendnet.

DÖKKT & DJÚSÍ Í GAMALLI SÚKKULAÐIVERKSMIÐJU

$
0
0

Lífið væri líklega fullkomið ef heimilið mitt væri staðsett í gamalli súkkulaðiverksmiðju. Þetta glæsilega heimili birtist hjá sænska Elle Decoration og í viðtalinu við hjónin þau Mia og Johan fara þau yfir allar framkvæmdirnar sem gerðar voru; hækkað loftið, rafmagn og lagnir færðar, rifið upp gólf og gert við sprungur ásamt því að rífa niður alla þá veggi sem þau máttu missa. Útkoman er þessi bjarta íbúð með mikilli lofthæð og stærðarinnar upprunarlegum – munnblásnum gluggum frá árinu 1920. Ætli heimilið ilmi ennþá af súkkulaði?;)

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Jonas Ingerstedt / Elle Decoration.se 

Smellið á hlekkinn hér að ofan til að lesa viðtalið – 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post DÖKKT & DJÚSÍ Í GAMALLI SÚKKULAÐIVERKSMIÐJU appeared first on Trendnet.

SJARMERANDI OG LJÓST HEIMILI

SVART & HVÍTT HEIMA HJÁ INNANHÚSSHÖNNUÐI

SMEKKLEGT HEIMA HJÁ FRIDU FAHRMAN

$
0
0

Frida Fahrman er ein af stórstjörnunum úr sænska bloggheiminum. Ég hef fylgst með henni í yfir áratug – fyrst fyrir einstakan fatasmekk en í dag er hún þekktari sem mömmubloggari og komin með stórt heimili í útjaðri Stokkhólms. Það gladdi mig því að sjá heimili hennar birtast á síðum Elle Decoration á dögunum og auðvitað á Frida min fallegt heimili. Heimilið er skemmtilega skipulagt á nokkrum hæðum, hægt er að lesa viðtalið við Fridu – hér – mæli með google translate.

Kíkjum í heimsókn 

Myndir : Elle Decoration 

Eru fleiri hér sem hafa fylgst með Fridu í svona langan tíma? ♡ Eldhúsið er í uppáhaldi hjá mér, fallegt litaval og sjáið svo hvað setkrókurinn er skemmtilegur þrátt fyrir að vera ekki við borð. Hér er eflaust notalegt að sitja og spjalla yfir eldamennsku eða fletta tímaritum. 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post SMEKKLEGT HEIMA HJÁ FRIDU FAHRMAN appeared first on Trendnet.

HUGGULEGT HAUSTHEIMILI MEÐ ÆÐISLEGUM BÓKAVEGG

$
0
0

Í dag ætlum við að skoða saman dásamlegt heimili sem gefur okkur svo sannarlega góðar heimilishugmyndir. Litavalið er fullkomið að mínu mati, sjáið hvað þessir bleiku, brúnu og grænu litatónar spila vel saman og birtast ekki aðeins á veggjum heldur einnig sem litaval á innréttingu og skrautmunum heimilisins.

Í stofunni má sjá þennan frábæra bóka / myndavegg sem er ofboðslega ódýr og sniðug lausn og gjörbreytir fílingnum í stofunni. Svo er líka gaman hvað það er auðvelt að breyta um þema eftir stemmingu – eitthvað sem flest heimili mættu hafa. Mæli með!

  

Eldhúsið er sjarmerandi, þessi fallega dökkgræna innrétting við ljósa terrazzo borðplötu sem teygir sig upp á vegg. Bleik mottan á gólfinu við gyllt blöndunartæki – vá hvað útkoman er dásamleg.

Svefnherbergið er með fallega mjúka litapallettu, skápurinn og vegghillan eru máluð í sama lit og veggirnir ásamt því að rúmteppið og gardínurnar eru einnig í stíl. Útkoman er notalegt svefnherbergi sem lætur manni líða vel við það eitt að horfa á myndirnar.

Barnaherbergið er sömuleiðis með einn lit sem teygir sig frá veggjum yfir í innréttingar og húsgögn, þó meira um liti hér inni eins og góðu barnaherbergi sæmir. Það er nánast ógerlegt að halda þessum einlita stíl í herbergjum barnanna sem betur fer, leikföngin eru flest litrík ásamt bókunum. En það örvar líka leikgleði og sköpun – litir eru af hinu góða.

Baðherbergið er einfalt og stílhreint en tekst þó að vera smá hlýlegt með því að bæta við skrautmunum úr við, basti ásamt plöntunum og vönduðum handklæðum. Ég geri fastlega ráð fyrir að hér sé einnig agalega smekkleg motta á gólfinu!

Myndir : Nordic Design

Þetta heimili er draumur ekki satt? Ég kemst alveg í stuð að skoða þessi fallegu svefnherbergi og litavalið er svo skemmtilegt. Smá haustfílingur og það leynist einnig látlaust jólaskraut þarna.

Helgarfrí framundan, rétt upp hönd sem ætlar að gera og græja á heimilinu um helgina? Mér líður eins og kapphlaupið við tímann sé hafið, með desember rétt handan við hornið og vá hvað mig langar að vera búin að klára nokkur verkefni áður en uppáhaldsmánuðurinn rennur upp. Mála þröskulda og flísaleggja er m.a. á listanum. Jú og var ég ekki búin að nefna 101. sinni að mig langar að búa til myndaramma / bókavegg haha? Það er búið að kaupa hillurnar fyrir löngu síðan en þær ekki enn komnar upp. Ég vil ekki kalla þetta framkvæmdarkvíða, meira bara að litlu hlutirnir sem skipta þó svo miklu máli eiga það til að enda aftast á listanum þegar stærri verkefni bíða.

Þangað til næst – takk fyrir að lesa blaðrið. Þeim hefur farið fækkandi færslunum þar sem ég tjái mig persónulega ♡ Ég held það tengist því að kommentakerfið er ekki jafn virkt og það var. Áður fyrr átti ég í heilu samræðunum við ykkur lesendur, en þetta hefur færst mikið yfir á Instagram í dag. Þar spjalla ég daglega við fylgjendur um heima og geima (nánast bara heimilistengt haha). Eruð þið annars með mér þar? @svana.svartahvitu ♡ Ætla að setja inn mjög svo veglegan gjafaleik á næstu dögum sem ég hlakka mikið til að sýna ykkur. 

Góða helgi!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post HUGGULEGT HAUSTHEIMILI MEÐ ÆÐISLEGUM BÓKAVEGG appeared first on Trendnet.

HIMNESKT SVEFNHERBERGI Í GLÆSILEGU HEIMILI Í GAUTABORG

$
0
0

Hér gæti ég hugsað mér að sofa rótt í nótt – þvílíkur draumur! Heimilið í heild sinni er sem konfekt fyrir augun, staðsett í hjarta Gautaborgar og var húsið byggt árið 1878. Uppgert eldhús og baðherbergi mæta einstökum upprunalegum einkennum, m.a. þessum dásamlegu gólf- og vegglistum sem gera heimilið nánast konunglegt.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Entrance Makleri

Þvílík fegurð sem þetta heimili er!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post HIMNESKT SVEFNHERBERGI Í GLÆSILEGU HEIMILI Í GAUTABORG appeared first on Trendnet.


DRAUMAHEIMILI INNANHÚSSHÖNNUÐS Í STOKKHÓLMI

$
0
0

Það hafa birst óvenjumörg íburðarmikil heimili hér á blogginu undanfarið, þar sem lúxus ræður ríkjum og konungleg smáatriði skreyta heimilið. Ætli ég sé undir áhrifum þáttanna The Crown, en það er horft á fátt annað en þessa frábæru þætti á mínu heimili haha. Ég stóðst að minnsta kosti ekki mátið að deila með ykkur myndum af þessu glæsiheimili og lofa að það næsta verður ögn meira í okkar stíl ♡

Hér býr Emma Blomquist, innanhússhönnuður og stílisti búsett í Stokkhólmi ásamt fjölskyldu sinni. Eldhúsið er algjörlega í uppáhaldi hjá mér, stílhreint og allt svo vandað – eigum við að ræða þetta helluborð og innbyggða viftuna. Draumur!

 Myndir // Wrede.se

Vandað og fallegt heimili. Ef ég ætti litla stelpu þá væri þetta dásamlega dúkkuhús sem stendur í glugganum svo sannarlega komið á óskalistann ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post DRAUMAHEIMILI INNANHÚSSHÖNNUÐS Í STOKKHÓLMI appeared first on Trendnet.

SÆNSKT HEIMILI MEÐ FALLEGU BARNAHERBERGI

HEIMA HJÁ SÆNSKA STJÖRNUBLOGGARANUM KENZA

$
0
0

Þið kannist eflaust mörg við nafnið Kenza en hún er ein af frumkvöðlunum í sænskri bloggmenningu og er í dag ein sú allra þekktasta í bransanum og trónir hæðst yfir eitt vinsælasta bloggið í Svíþjóð. Kenza er með mörg járn í eldinum, mikill frumkvöðull og er jú þekktust fyrir sinn einstaklega góða smekk, hún hefur komið sér mjög vel fyrir og býr í dag ásamt eiginmanni sínum og syni í glæsilegri íbúð í Stokkhólmi. Þessar myndir voru teknar í tilefni samstarfs hennar við sænska húsgagna- og smávöruframleiðandann Jötex þar sem hún Kenza valdi vörur í vorlínu þeirra.

Kíkjum í heimsókn –

   

Myndir : Jötex 

Eigið góðan sunnudag!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post HEIMA HJÁ SÆNSKA STJÖRNUBLOGGARANUM KENZA appeared first on Trendnet.

PERSÓNULEGT HEIMILI HJÁ FATAHÖNNUÐI

$
0
0

Þetta fallega heimili birtist á síðum Elle Decoration en hér býr fatahönnuðurinn Els-Marie Enbuske ásamt fjölskyldu sinni. Persónulegur stíll einkennir heimilið, falleg listaverk á veggjum og litríkar lausnir. Kíkjum í heimsókn og svo mæli ég einnig með að kíkja yfir til Elle Decoration til að lesa viðtalið og fyrir enn meiri innblástur og myndir –

Myndir : Elle Decoration 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post PERSÓNULEGT HEIMILI HJÁ FATAHÖNNUÐI appeared first on Trendnet.

LÚXUS HEIMILI MEÐ CHANEL POKA TIL SKRAUTS

$
0
0

Þessi hlýlega 90 fermetra íbúð er sérstaklega smart, staðsett í húsi frá árinu 1904 og má sjá að gólfmottur spila hér stórt hlutverk og gera allt svo hlýlegt og svo er það grái liturinn sem teygir sig á milli allra rýma. Útkoman verður að svo mikilli heild þegar veggir, húsgögn, innréttingar og gólfmottur er alltsaman í svipuðum litartónum. Virkilega fágað og fallegt.

Það er viss tíska í dag að halda til haga verslunarpokum frá dýrum lúxusmerkjum og hér skreyta m.a. Chanel pokar stofu og svefnherbergi. Sitt sýnist hverjum! Hrifnari er ég þó af gylltu haldföngunum á öllum innréttingum en þau eru frá margrómaða breska merkinu Buster + Punch (mögulega jafn dýrt og innihald pokanna góðu). Hrikalega smart!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir via Nestor

Það kemur mér á óvart hvað ég er hrifin af litunum í svefnherberginu, litapallettan smellur alveg saman með þessum ljósbrúnu veggjum, kremuðum gardínum og gráum höfðargafli. Gylltu smáatriðin gera svo mjög mikið – en eigum við að ræða fataherbergið. Hér gæti ég búið!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post LÚXUS HEIMILI MEÐ CHANEL POKA TIL SKRAUTS appeared first on Trendnet.

DRAUMKENNT BLEIKT & RUSTIC HEIMILI

$
0
0

Loðið teppi, bleikar gardínur og brúnir veggir er sjaldgæf sjón en sjáið hvað þetta er fullkomin samsetning. Hér býr Marie Olsson Nylander, frumkvöðull, innanhússhönnuður og mikill antík unnandi. Hún heldur úti fallegum instagram aðgangi þar sem hún deilir myndum frá heimilum sínum sem staðsett eru í Svíþjóð og á Sikiley. Hún þræðir antík markaði í leit að einstökum hlutum og útkoman er heimili engu líkt!

Sjáið þessa dásemd sem þetta heimili er –

Myndir via Sfgirlbay

Sjáið hvað bleikur og brúnn eru ‘match made in heaven’ algjör draumur! Fyrir áhugasama þá getið þið fylgt Marie Olsson Nylander á Instagram hér. 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post DRAUMKENNT BLEIKT & RUSTIC HEIMILI appeared first on Trendnet.

HÖFUM ÞAÐ NOTALEGT HEIMA

$
0
0

Ég ætla ekki að reyna að koma í orð hversu hrikalegt ástandið er í dag og á mínu heimili hefur róðurinn verið mjög þungur undanfarnar 2 vikur ♡ En eitt veit ég og það er að það hefur sjaldan verið mikilvægara en að hafa það notalegt heima með okkar kærasta fólki ( þ.e. þeim sem við megum hitta).

Undanfarið hef ég verið að leiða hugann að þeim verkefnum sem ég tæki mér fyrir hendur á heimilinu ef það kæmi til leikskólalokanna / eða sóttkvíar og það væri áhugavert að taka jafnvel saman færslu með góðum hugmyndum hvað hægt er að gera.

Í dag langar mig til þess að deila með ykkur fallegum heimilisinnblæstri sem gefur góðar hugmyndir. Svefnherbergið er í uppáhaldi hjá mér, þvílíkur draumur að geta gengið út á svalir og drukkið morgunbollann á sólríkum degi. Hillurnar sem klæða stofuvegginn er líka bráðsniðug lausn og gefur heimilinu mikinn karakter.

Eigið góða viku –

Myndir : Stadshem

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post HÖFUM ÞAÐ NOTALEGT HEIMA appeared first on Trendnet.


HINN FULLKOMNI GRÁI LITUR Á VEGGINA?

$
0
0

Það er vandasamt val að velja rétta liti fyrir heimilið, það þekki ég bæði af eigin raun ásamt því að fá reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum hvaða litum ég geti mælt með, og er grár litur sérstaklega vinsæl fyrirspurn og það sem flestir láta vefjast fyrir sér. Best er að mínu mati að velja gráan lit með örlítið hlýjum undirtón því annars verða þeir oft smá bláir sem er sjaldnast það sem við leitumst eftir í hlutlausum lit fyrir alrými. Fjölmargir hafa gert tilraunir til að finna hinn fullkomna gráa lit en hér að neðan má sjá glæsilegt heimili málað í nokkrum hlýlegum og náttúrulegum litartónum, margir hverjir gráir og eiga það allir sameiginlegt að vera með hlýjan og djúpan undirtón sem gerir heimilið hrikalega smart. Sjáið svo hvernig loftið og listarnir eru málaðir í nokkrum tónum dekkri lit og hvert herbergi fær sinn einkennandi en þó mjúka lit. Hér er líka allt málað, hurðar og innréttingar og það er varla hægt að finna hvítan blett á heimilinu!

Einstaklega fallegt og elegant heimili, kíkjum í heimsókn –

Myndir / Innerstadsspecialisten 

Varðandi gráu litapælingarnar þá væri gaman að taka saman nokkra fallega liti og deila með ykkur, við erum með núna hér heima með lit á alrýminu sem heitir Soft Sarceilles frá Sérefni, hann er mjög mildur og hlýr grár litur með brúnum undirtón. Ég er virkilega ánægð með hann og finnst hann passa vel við aðra liti sem ég hef valið hingað inn, m.a. bleikan, grænan og ljósbláan. En eins og alltaf þá er svo mikilvægt að fá litaprufur og prófa í þeirri birtu sem er á ykkar heimili, þá fyrst sérðu hvernig liturinn verður í raun og veru!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post HINN FULLKOMNI GRÁI LITUR Á VEGGINA? appeared first on Trendnet.

MEÐ STÓRBROTNA GLUGGA & GARÐSKÁLA

$
0
0

Helgarinnblásturinn er dásamlegur að þessu sinni – fallegt sænskt heimili í iðnaðarstíl með risavöxnum gluggum þar sem birtan flæðir inn. Upphaflega hýsti þessi bygging brugghús snemma á 17. öldinni en nú má finna hér glæsilegar íbúðir með fallegum garði og aðgangi að garðskála. Íbúðin er smekklega innréttuð, ljósir litir og falleg hönnun. Njótið að skoða þessar fallegu myndir – þær veita svo sannarlega innblástur.

Myndir : Esny fasteignasala

Eigið góða langa helgi –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post MEÐ STÓRBROTNA GLUGGA & GARÐSKÁLA appeared first on Trendnet.

LJÓSIR LITIR & LEKKER HÖNNUN Í SVÍÞJÓÐ

EKTA SKANDINAVÍSKT SJARMATRÖLL

SÆNSK FEGURÐ MEÐ FALLEGUM BARNAHERBERGJUM

$
0
0

Innlit dagsins er þessi sænski gullmoli sem ég rakst á vafri mínu um sænskar fasteignasölur. Klassísk hönnun skreytir heimilið og má meðal annars sjá Arco lampann, Eames stóla, leðurklæddar Sjöur og fleiri gersemar. Ég er sérstaklega hrifin af borðstofunni sem er hlýleg með listaverk á veggjum, stólamixi og stærðarinnar upphengdum puntskáp á veggnum sem gerir öll rými skemmtileg. Hér er sko nóg af fallegum og persónulegum hlutum til að skoða og kíkið á barnaherbergin þau eru æðisleg og með flottum lausnum til að nýta rýmin betur.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Husmanhagberg

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

The post SÆNSK FEGURÐ MEÐ FALLEGUM BARNAHERBERGJUM appeared first on Trendnet.

Viewing all 188 articles
Browse latest View live