Quantcast
Channel: sænskt – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 188

50 BLÁIR SKUGGAR

$
0
0

Þið sem eruð heit fyrir bláum lit eigið eftir að bráðna yfir þessu heimili – sami blái liturinn fær sín notið í öllum rýmum heimilisins að undanskildu baðherberginu og sjáið hvað liturinn breytist mikið eftir birtu. Dásamlegir svona ríkir og djúpir bláir tónar, það er ekki langt síðan svefnherbergið okkar var málað í litnum Denim Drift frá Nordsjö og sá litur var svona lifandi eftir því hvort það var dagur eða kvöld.

Sjáið hvað liturinn nýtur sín líka extra vel þegar allir listar, hurðir og karmar eru máluð í sama lit. Jafnvel eldhúsinnréttingin er blá en það hentar sérstaklega vel þegar eldhús og stofa eru í sama opna rýminu, þá fellur eldhúsið betur inn í heildina og þá kemur vel út að raða saman fallegu stofupunti á eldhúsinnréttinguna og geyma í stað þess brauðrist og blandara lokað inn í skáp.

Blár draumur í dós – kíkjum í heimsókn…

Myndir : Bjurfors.se

Hafið þið áhuga á að ég finni út hvaða blái litur kæmist nálægt þessum? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

The post 50 BLÁIR SKUGGAR appeared first on Trendnet.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 188