Hér er á ferð stórglæsilegt heimili í Gautaborg þar sem gæði og klassísk hönnun skipta eigendur miklu máli. Þegar Martin og My Ringqvist fluttu frá sólríku Santa Monica til Gautaborgar fundu þau þetta glæsilega klassíska heimili í miðbænum frá árinu 1888. Fyrir átján árum síðan gáfu þau hjónin hvort öðru loforð þegar þau byrjuðu að búa saman að kaupa aldrei inn á heimilið hluti nema þau héldu að þau gætu átt þá til æviloka. Í fimm ár var sjónvarpið því geymt ofan á pappakassa… og það tók þau svo fimm ár til viðbótar að finna borð til að leggja frá sér fjarstýringuna.
Enn í dag standa þau við loforðið – að kaupa ekkert nema það sé rétti hluturinn. Martin er listrænn stjórnandi og My er kennari. Hér búa þau ásamt tveimur börnum í 154 fm glæsilegu heimili í Gautaborg. Það er varla hægt að segja annað en að þetta loforð hafi aldeilis borgað sig, heimilið er klassískt og glæsilegt og það má segja að það sé gott sparnaðarráð að kaupa sjaldnar en betri hluti. Ætli það sé ástæðan hvernig þeim tókst að spara fyrir heimsins fallegasta eldhúsinu frá Vipp? Nei ég bara spyr – ég bráðna yfir þessu heimili ♡
Kíkjum í heimsókn –
Ljósmyndari : Birgitta Wolfang
Innlitið hefur birst ásamt viðtali á heimasíðu VIPP ásamt Bolig Magasinet.
Hversu fallegt er þetta heimili!? Ég ætti dálítið erfitt með að standast það að kaupa ekki neitt sem ég ætla ekki að eiga til æviloka, en þessi hugmynd heillar mig þó. Það er jú töluvert betra bæði fyrir budduna og umhverfið að kaupa vandaða hluti sem endast “til æviloka”. Hvað finnst ykkur?
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
The post SKANDINAVÍSKUR EINFALDLEIKI Í GAUTABORG appeared first on Trendnet.